lau 25.maí 2019
Byrjunarlið KA og ÍBV: Matt Garner byrjar
Matt Garner er fyrirliði Eyjamanna í dag.
Sæþór Olgeirsson kemur inn fyrir Elfar Árna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 16:30 hefst leikur KA og ÍBV í 6. umferð Pepsi Max deildar karla. Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri.

KA menn hafa 6 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar og verma 7. sæti deildarinnar, en ÍBV sitja á botninum með einungis 2 stig. KA mæta fullir sjálfstrausts eftir útisigur gegn Stjörnunni en ÍBV bjargaði stigi í uppbótartíma gegn Víking R.

KA gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Elfar Árni Aðalsteinsson, Torfi Tímóteus Gunnarsson og Andri Fannar Stefánsson eru allir utan hóps í dag. Í þeirra stað koma Sæþór Olgeirsson, Callum Williams og Alexander Groven.

Hjá ÍBV koma Matt Garner og Guðmundur Magnússon inn, fyrir Evariste Ngolok og Felix Örn Friðriksson, sem fékk rautt spjald gegn Víking Reykjavík.

Byrjunarlið KA:

1. Aron Dagur Birnuson (m)
6. Hallgrímur Jónasson (f)
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Callum Williams
7. Almarr Ormarsson
8. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
17. Ýmir Már Geirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Sæþór Már Olgeirsson
29. Alexander Groven

Byrjunarlið ÍBV:

21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Matt Garner (f)
8. Priestley Griffiths
10. Guðmundur Magnússon
17. Jonathan Glenn
20. Telmo Castanheira
24. Óskar Elías Zoega
38. Víðir Þorvarðarson
73. Gilson Correia
77. Jonathan Franks
92. Diego Coelho

Beinar textalýsingar:
16:00 HK - Grindavík
16:30 KA - ÍBV
18:00 Víkingur R. - KR