lau 25.ma 2019
Jn: Hlt vi vrum a missa etta
„Nei, ég er ekki sáttur við stigið. Við ætluðum að koma og sækja þrjú stig hérna en þetta var niðurstaðan og við tökum því. Þetta var hörkuleikur og Magni gaf okkur góðan og erfiðan leik, við verðum að taka stigið og halda áfram," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram eftir jafntefli við Magna á Grenivík í dag.

„Maður hélt að við værum að missa þetta þar, líklega besta leiksins fyrir utan kannski það sem við skorum úr. Við erum með markmann og hann á að sjá um svona atvik, sem hann gerði frábærlega í þessu tilviki," sagði Jón um dauðafæri Magna undir lok leiksins þar sem Ólafur Íshólm gerði vel í markinu.

Einhverjir héldu því fram að boltinn hefði farið inn þegar Magni var nálægt því að skora sjálfsmark aldarinnar, eftir að Aron Elí missti boltann aftur fyrir sig í kjölfar mislukkaðrar hreinsunar Kristins Þórs.

„Mér fannst það, en línuvörðurinn átti aldrei séns í að vera í línu. Ef hann er í vafa þá dæmir hann það auðvitað ekki, maður verður að sætta sig við. Senterinn okkar heimtaði mark, en hann er senter og heimtar ýmislegt, ég sá þetta ekki," sagði Jón.