lau 25.maí 2019
Noregur: Arnór hafði betur í Íslendingaslag
Vålerenga 0 - 3 Lilleström
0-1 Thomas Olsen ('15)
0-2 Thomas Olsen ('62)
0-3 Tobias Salquist ('70)
Rautt spjald: F. Azemi, Vålerenga ('79)

Matthías Vilhjálmsson og Arnór Smárason mættust í norska boltanum í dag.

Matthías var fremsti maður Vålerenga sem fékk Lilleström í heimsókn. Arnór byrjaði í holunni hjá gestunum og spilaði fyrstu 72 mínúturnar.

Leikurinn var ansi bragðdaufur en gestirnir nýttu færin sín mjög vel og skópu 0-3 sigur.

Vålerenga er með 17 stig eftir 10 umferðir. Lilleström er með 12 stig.