lau 25.maí 2019
Portúgal: Sporting sigrađi Porto í úrslitaleiknum
Sporting 2 - 2 Porto (5-4 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Tiquinho Soares ('41)
1-1 Bruno Fernandes ('45)
2-1 Bas Dost ('101)
2-2 Felipe ('121)

Porto tapađi úrslitaleik portúgalska bikarsins gegn Sporting CP í kvöld og lýkur ţví tímabilinu án stórs titils. Benfica vann deildina međ tveggja stiga mun og fékk 87 stig úr 34 leikjum.

Stađan var jöfn eftir nokkuđ jafnan fyrri hálfleik. Tiquinho Soares skorađi fyrir Porto og jafnađi Bruno Fernandes skömmu síđar, rétt fyrir leikhlé.

Porto gjörsamlega átti seinni hálfleikinn en tókst ekki ađ skora svo framlengja ţurfti leikinn.

Bas Dost skorađi í framlengingunni og virtist Sporting ćtla ađ stela sigrinum, allt ţar til Felipe jafnađi í uppbótartíma. Ţví var blásiđ til vítaspyrnukeppni.

Pepe og Fernando klúđruđu sínum spyrnum í liđi Porto og hafđi Sporting á endanum betur, 5-4, í vítaspyrnukeppninni. Ţetta er sjöunda vítaspyrnukeppnin í röđ sem Porto tapar.

Ţetta eru frábćrar fréttir fyrir Sporting sem var í algjöru rugli á ţessum tíma í fyrra og missti í kjölfariđ leikmenn á borđ viđ Rui Patricio og Gelson Martins frá sér.