sun 26.maí 2019
Jovic vill spila á Ítalíu eđa Englandi
Serbneski sóknarmađurinn Luka Jovic er gríđarlega eftirsóttur um ţessar mundir og greindi Sky Sports frá ţví fyrir tíu dögum ađ Eintracht Frankfurt hafđi samţykkt 60 milljón evra tilbođ frá Real Madrid í leikmanninn.

Jovic vill ţó frekar spila í enska eđa ítalska boltanum ţví hann telur ađ leikstíllinn ţar henti sér betur.

„Eftir ađ hafa spilađ gegn Chelsea og Inter í Evrópudeildinni finnst mér eins og leikstíllinn ţeirra henti mér vel. Ég held ađ Úrvalsdeildin eđa Serie A henti mér best," sagđi Jovic.

Sóknarmađurinn er 21 árs gamall og er búinn ađ skora 25 mörk í 43 leikjum á tímabilinu. Ţar af gerđi hann 8 mörk í 11 Evrópudeildarleikjum.