þri 28.maí 2019
Brynjar Atli: Helvíti gaman að mæta vinum mínum í Keflavík eftir leikinn
Brynjar Atli Bragason átti stórleik er Njarðvík sló Keflavík úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Þetta var önnur viðureign liðanna í vikunni og hélt Brynjar Atli hreinu í báðum leikjunum, eða í 210 mínútur samtals þar sem bikarleikurinn í kvöld fór í framlengingu.

„Þetta er klárlega besti leikur sem ég hef spilað, eða skemmtilegasti. Undirbúningurinn var frábær, allt sem við gerðum á vellinum var planað á æfingasvæðinu," sagði Brynjar Atli, sem hélt Njarðvíkingum inni í leiknum með meistaralegum markvörslum undir lokin.

„Til þess er ég hérna. Þessir tíu fyrir framan mig voru að redda mér allan leikinn líka, við gerum þetta allir fyrir hvorn annan þannig það er ekki bara ég sem á þessar vörslur heldur strákarnir líka.

„Það verður helvíti gaman að mæta vinum mínum í Keflavík núna eftir leikinn."