mán 10.jún 2019
[email protected]
Sjáðu ótrúlega dramatískt sigurmark Ítalíu
Ástralía 1 - 2 Ítalía 1-0 Sam Kerr ('22) 1-1 Barbara Bonansea ('56) 1-2 Barbara Bonansea ('95)
Ítalía vann hrikalega dramatískan sigur á Ástralíu þegar liðin mættust á HM kvenna í Frakklandi í gær.
Sam Kerr kom Ástralíu yfir á 22. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Snemma í seinni hálfleiknum jafnaði Barbara Bonansea fyrir Ítalíu.
Ástralía komst nálægt því að skora en þegar allt virtist stefna í jafntefli náði Bonansea að pota inn sigurmarki. Þetta sigurmark kom á síðustu stundu.
Þetta ótrúlega dramatíska sigurmark og hin mörkin úr leiknum má sjá á vefsíðu RÚV með því að smella hérna.
|