mán 10.jún 2019
Tyrkneskur fjölmiđlamađur var verulega ósáttur
Frá fréttamannafundinum í dag.
Í morgun fór fram fréttamannafundur Íslands á Laugardalsvelli ţar sem Erik Hamren og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum.

Um 15 tyrkneskir fjölmiđlamenn voru mćttir á fundinn en einn ţeirra var allt annađ en sáttur viđ ađ ekki var túlkađ yfir á tyrknesku á fundinum.

Fundurinn fór fram á ensku og íslensku.

„Af hverju er ekki ţýtt yfir á tyrknesku? Er ţetta vegna ţess ađ viđ erum Tyrkland!?" hrópađi umrćddur fjölmiđlamađur ađ Ómari Smárasyni, fjölmiđlafulltrúa KSÍ.

Ómar svarađi ţví ađ ekki vćri venjan ađ vera međ sérstakan túlk á fundum íslenska landsliđsins á Laugardalsvelli.

Ţađ eru nokkur lćti í ađdraganda leiksins en tyrknesk stjórnvöld hafa sent formlega kvörtun ţar sem öryggisleit ţótti taka of langan tíma.