mán 10.jún 2019
2. deild kvenna: Völsungur skellti sér á toppinn
Völsungur 2 - 1 Álftanes
0-1 Sigrún Auđur Sigurđardóttir ('22)
1-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('54)
2-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('82)

Völsungur er kominn á toppinn í 2. deild kvenna eftir góđan heimasigur gegn Álftanesi.

Gestirnir komust yfir á Húsavík ţegar Sigrún Auđur Sigurđardóttir skorađi á 22. mínútu. Stađan var 1-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum sneri Völsungur leiknum viđ. Hulda Ösp Ágústsdóttir jafnađi snemma í seinni hálfleiknum og bćtti hún viđ öđru marki á 82. mínútu.

Ţađ var sigurmarkiđ í leiknum og 2-1 sigur Völsungs stađreynd. Völsungur er međ níu stig á toppi 2. deildar. Álftanes er í ţriđja sćti međ sex stig. Ţetta er fyrsta tapiđ hjá Álftanesi í sumar, Völsungur hefur unniđ alla sína ţrjá leiki.