mán 10.jún 2019
2. deild: Aaron Spear tryggði Vestra sigur í uppbótartíma
Einn leikur fór fram klukkan 16:00 í 2. deild karla í dag. Leiknir F. heimsótti Tindastól á Sauðárkróki.

Leiknismenn höfðu fyrir leikinn í dag unnið tvo leiki í röð í deildinni. Izaro Abella Sanchez kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu. Tólf mínútum síðar bætti Sæþór Ívan Viðarsson við öðru marki Leiknismanna og þannig var staðan í hálfleik.

Á 65. mínútu minnkaði Konráð Freyr Sigurðsson muninn fyrir Tindastól með marki úr vítaspyrnu. Lengra komust heimamenn ekki og Leiknir vann því sinn þriðja leik í röð í dag.

Gengi Leiknis á útivelli hefur verið brokkgengt og var þetta fyrsti útisigur þeirra í 24 leikjum.

Klukkan 17:00 mættust á Ísafirði lið Vestra og ÍR. Gestirnir úr Breiðholti komust yfir með marki á 35. mínútu, Ágúst Freyr Hallsson með markið. Skömmu fyrir hálfleik fékk Már Viðarsson að líta rautt spjald hjá gestunum og léku þeir því manni færri allan seinni hálfleikinn.

Heimamenn nýttu sér liðsmuninn seint í leiknum. Milos Ivankovic jafnaði leikinn á 78. mínútu. Vestramenn sóttu mikið undir lok leiks og uppskáru sigurmark í uppbótartíma. Sigurmarkið gerði Aaron Spear.

Tindastóll er á botni deildarinnar, án stiga. Leiknir F. er með tólf stig, Vestri er með níu stig og ÍR hefur fimm stig að sex umferðum loknum.

Nú er í gangi leikur Selfyssinga og KFG. Þeim leik má fylgjast með í beinu vefstreymi sem má finna á forsíðu fótbolti.netVestri 2 - 1 ÍR
0-1 Ágúst Freyr Hallsson ('35)
1-1 Milos Ivankovic ('78)
2-1 Aaron Robert Spear ('91)
Rautt spjald: Már Viðarsson, ÍR ('44)
Lestu um leikinn hér.

Tindastóll 1-2 Leiknir F.
1-0 Izaro Abella Sanchez ('7)
2-0 Sæþór Ívan Viðarsson ('19)
1-2 Konráð Freyr Sigurðsson ('65, víti)