ţri 11.jún 2019
Fonseca nýr ţjálfari Roma (Stađfest)
Fonseca er mćttur til Roma.
Paulo Fonseca hefur veriđ ráđinn nýr ţjálfari Roma en hann skrifađi undir tveggja ára samning.

Síđustu ţrjú ár hefur Fonseca, sem er portúgalskur, stýrt Shaktar Donetsk í Úkraínu.

„Ég er spenntur fyrir verkefninu framundan," segir hinn 46 ára Fonseca sem einnig hefur stýrt Porto og Braga í heimalandinu.

„Paulo er metnađarfullur, međ alţjóđlega reynslu og sigurhugarfar. Ţá hefur hann látiđ sín liđ spila skemmtilegan sóknarbolta," segir Jim Pallotta, forseti Roma.

Fonseca vann úkraínsku deildina og bikarinn á öllum ţremur tímabilum sínum hjá Shaktar.

Roma hafnađi í 6. sćti á liđnu tímabili í ítölsku A-deildinni og mun ţví vera í Evrópudeildinni á komandi tímabili.

Sjá einnig:
Ítalski boltinn - Uppgjör tímabilsins