fim 13.jún 2019
HM kvenna í dag - Ástralía mætir Brasilíu
HM kvenna í Frakklandi heldur áfram í dag með tveimur leikjum, Leikið er í B-, og C-riðli.

Ástralía mætir Brasilíu í fyrri leik dagsins klukkan 16:00. Ástralía tapaði frekar óvænt fyrir Ítalíu í fyrsta leik sínum í riðlinum og þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag.

Brasilía byrjaði á 3-0 sigri á Jamaíka í sínum fyrsta leik.

Í seinni leik dagsins mætast Suður Afríka og Kína. Liðin eru stigalaus eftir sína fyrstu leiki. Í gær mættust Þýskaland og Spánn í sama riðli þar sem Þýskaland sigraði, 1-0.

Báðir leikir dagsins eru í beinni útsendingu á RÚV.

HM kvenna - Fimmtudagur 13. júní
B-riðill
19:00 Suður Afríka - Kína

C-riðill
16:00 Ástralía - Brasilía