fim 13.jśn 2019
Marta fyrst til žess aš skora į fimm mismunandi mótum
Marta er fyrsti leikmašurinn sem skorar į fimm mismunandi Heimsmeistaramótum.
Hin 33 įra gamla Marta skoraši fyrra mark Brasilķu er lišiš tapaši 3-2 gegn Įstralķu į HM kvenna ķ Frakklandi ķ dag.

Marta, sem er ein besta fótboltakona sögunnar, hefur veriš aš glķma viš meišsli og missta af fyrsta leik Brasilķu į mótinu, 3-0 sigri gegn Jamaķka.

Hśn var mętt ķ byrjunarlišiš fyrir leikinn ķ dag en spilaši ašeins fyrri hįlfleikinn. Marta skoraši fyrsta mark leiksins af vķtapunktinum.

Meš markinu varš hśn fyrsti leikmašurinn sem skorar į fimm mismunandi Heimsmeistaramótum. Hśn skoraši sitt fyrsta HM-mark įriš 2003.

Hśn er einnig oršin markahęst ķ sögu HM, karla- og kvenna, įsamt Žjóšverjanum Miroslav Klose. Bęši hafa žau skoraš 16 mörk. Spurning hvort Marta bęti metiš į žessu móti.