mán 17.jún 2019
Borguđu tćplega 40 milljónir fyrir Andra Rúnar
Félagaskipti Andra Rúnars Bjarnasonar til Kaiserslautern voru stađfest fyrr í dag en ekkert kaupverđ var gefiđ upp. Andri Rúnar skrifađi undir tveggja ára samning viđ ţýska C-deildarfélagiđ.

Íslendingavaktin hefur heimildir fyrir ţví ađ kaupverđiđ nemi nćstum 3 milljónum sćnskra króna, sem samsvarar tćplega 40 milljónum íslenskra króna eđa 250 ţúsund pundum.

Andri Rúnar skrifađi undir samning viđ félagiđ í dag og fór beint í byrjunarliđiđ sem mćtti SV Rodenbach í ćfingaleik. Hann lék fyrri hálfleikinn í 5-0 sigri.

Andri tekur stökkiđ yfir í ţýska boltann eftir ađ hafa veriđ hjá Helsinborg í Svíţjóđ í eitt og hálft ár. Samningur hans hefđi runniđ út í vetur og ákvađ félagiđ ţví ađ selja til ađ missa hann ekki frítt.

Andri var markakongur í sćnsku B-deildinni í fyrra og dró Helsingborg upp í efstu deild. Hann skorađi 16 mörk í 27 leikjum á síđasta tímabili og var kominn međ 3 mörk í 8 leikjum í efstu deild í sumar, ţar af skorađi hann tvö í síđustu ţremur leikjum.