lau 22.jún 2019
Bestur hjá Bayern en var ekki nógu góđur fyrir West Brom
Serge Gnabry var ađ klára sitt fyrsta tímabil međ Bayern München og voru stuđningsmenn félagsins ánćgđir međ hann.

Gnabry skorađi 13 mörk og lagđi upp sex í 42 leikjum í öllum keppnum á ţessu tímabili. Bayern vann ţýsku úrvalsdeildina og ţýska bikarinn.

Stuđningsmenn Bayern kusu Gnabry sem leikmann ársins hjá félaginu. Hann fékk 27,9% af nćstum ţví 35 ţúsund greiddum atkvćđum.

Joshua Kimmich kom nćstur međ 25,6% atkvćđa, Robert Lewandowski fékk 11,6%, Franck Ribery 7,9% og Niklas Sule 4,6%.

Gnabry er 23 ára gamall kantmađur sem var eitt sinn á mála hjá Arsenal. Hann var seldur til Werder Bremen fyrir 5 milljónir punda og fór síđan til Bayern 2017. Hann var í láni hjá Hoffenheim í fyrra.

Fyrri hluta tímabilsins 2015 var hann í láni hjá West Brom. Ţá sagđi Tony Pulis, ţáverandi stjóri West Brom, ađ Gnabry vćri ekki nćgilega góđur fyrir West Brom.

Hector Bellerin, leikmađur Arsenal og fyrrum liđsfélagi Gnabry, minntist á ţessi ummćli á Twitter í dag.