sun 23.jún 2019
Copa America: Argentína lagđi Katar og fer áfram
Argentína mćtir Venesúela í 8-liđa úrslitum.
Argentínumenn eru komnir áfram í 8-liđa úrslit Suđur-Ameríku bikarsins eftir sigur á Katar í kvöld.

Lautaro Martinez kom Argentínu yfir á fjórđu mínútu eftir slćm mistök í vörn Katar. Argentína ţurfti ađ bíđa lengi eftir öđru markinu, en ţađ gerđi Sergio Aguero á 82. mínútu. Lokatölur 2-0 fyrir Argentínu. Lionel Messi lék allan leikinn.

Argentína fer áfram međ fjögur stig. Argentína endar í öđru sćti riđilsins.

Kólumbía vinnur riđilinn međ fullt hús stiga. Kólumbía lagđi Paragvć 1-0 á sama tíma og Argentína vann Katar. Mark var dćmt af Kólumbíu í seinni hálfleiknum eftir VAR-skođun.

Paragvć endar í ţriđja sćti međ tvö stig og ţar međ er ljóst ađ Perú er komiđ áfram sem eitt af liđunum í ţriđja sćti. Tvö liđ í ţriđja sćti í riđlakeppninni fara einnig áfram. Ţađ rćđst á morgun hvort Paragvć eđa eitthvađ liđ úr C-riđli fari einnig áfram.

Argentína mćtir Venesúela í 8-liđa úrslitunum. Kólumbía mćtir annađ hvort Úrúgvć eđa Síle.

Katar 0 - 2 Argentína
0-1 Lautaro Martinez ('4)
0-2 Sergio Aguero ('82)

Kólumbía 1 - 0 Paragvć
1-0 Gustavo Cuellar ('31)