fim 11.júl 2019
Roma kaupir Pau Lopez frá Betis (Stađfest)
Pau Lopez á landsliđsćfingu í október í fyrra.
Roma tilkynnti í fyrradag ađ félagiđ hefđi gengiđ frá kaupum á Pau Lopez, markmanni Real Betis.

Lopez, sem er 24 ára, kostar Roma um 24 milljónir evra. Pau Lopez lék sinn fyrsta og eina landsleik til ţessa ţegar hann kom inn á fyrir Kepa í vináttuleik gegn Bosníu og Herzegóvínu í fyrra.

Lopez kom til Betis frá Espanyol fyrir síđasta tímabiliđ.

Leiktíđina 2016-17 var hann á láni hjá Tottenham en náđi ekki ađ spila leik fyrir félagiđ.

Robin Olsen lék lengst af sem ađalmarkvörđur Roma á síđustu leiktíđ og skiptar skođanir voru um ţađ hvernig hann ţótti standa sig. Áhugavert verđur ađ fylgjast međ ţví hver byrjar í markinu í fyrsta leik Roma á komandi leiktíđ.