fös 12.júl 2019
[email protected]
Inter leggur fram formlega fyrirspurn í Lukaku
Inter hefur lagt fram formlega fyrirspurn í Romelu Lukaku framherja Manchester United.
Forráðamenn félaganna funduðu í gær þar sem Inter kom með fyrirspurn um það hvort hægt sé að fá Lukaku í sínar raðir.
„Þetta var formlegt fyrirspurn á milli tveggja mikilvægra félaga. Við sjáum hvað gerist," sagði Piero Ausilio stjórnarmaður hjá Inter.
Inter hefur verið að vonast til að fa Lukaku á láni en Manchester United vill einungis selja hann og þá á 75 milljónir punda.
|