mán 15.júl 2019
Byrjunarlið Þór/KA og Vals: Þú breytir ekki sigurliði
Þórdís Hrönn og Sandra Mayor eru á sínum stað í byrjunarliði.
Lillý mætir sínum gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Núna klukkan 18:00 hefst stórleikur Þór/KA og Vals í Pespi Max-deild kvenna á Þórsvelli. Valur er í efsta sæti deildarinnar með 25 stig en Þór/KA er í því þriðja með 17 stig.

Þessi lið hafa mæst einu sinni áður í sumar í Mjólkurbikarnum en þá fóru Norðanstúlkur með 3-2 sigur og er það eini tapleikur Vals í sumar. Það má því búast við hörkuleik á Akureyri í dag. Byrjunarliðin eru nú klár.

Þeir Donni og Pétur eru ekkert að flækja hlutina og stilla báðir upp óbreyttum liðum frá fyrri umferð. Í liði Vals er að sjálfsögðu Lillý Rut Hlynsdóttir en hún spilaði einmitt með liði Þór/KA hér áður fyrr. Þá er hún unga og efnilega Ólöf Kristín Sigurðardóttir á bekknum hjá Val en hún var fyrri hluta móts á láni hjá ÍA í Inkasso deildinni þar sem að hún stóð sig vel.

Byrjunarlið Þór/KA:
1. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
4. Bianca Elissa
6. Karen María Sigurgeirsdóttir
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Lára Kristín Pedersen
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Byrjunarlið Vals:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
5. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
32. Fanndís Friðriksdóttir