mán 15.júl 2019
Pepsi Max-kvenna: Hlín skoraði tvö í sigri á Þór/KA
Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö fyrir Val
Þór/KA 0 - 3 Valur
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('21 )
0-2 Hlín Eiríksdóttir ('74 )
0-3 Hlín Eiríksdóttir ('82 )

Valur vann Þór/KA 3-0 í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld en leikurinn fór fram á Þórsvellinum.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta mark Vals á 21. mínútu. Hún var fyrst að átta sig eftir klafs og kom boltanum örugglega í netið og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Fyrra markið á 74. mínútu. Dóra María Lárusdóttir átti sendingu inn í teiginn á Hlín sem lék á Bryndísi í markinu og skoraði.

Síðara markið kom eftir hornspyrnu þar sem Hlín átti í engum vandræðu með að skora. Hlín komin með 9 mörk í 10 leikjum í deildinni í sumar. Lokatölur 3-0 og Valur á toppnum með 28 stig.

Smelltu hér til að lesa textalýsinguna