mn 15.jl 2019
Gunnar Magns: a var stt a n a leggja r loksins af velli
Gunnar Magns Jnsson jlfari Keflavkur
Keflvkurstlkur fengu Fylki heimskn kvld egar r klruu 9.Umfer Pepsi Max deild kvenna nna kvld.
Um magnaan nliaslag var a a ra en fyrir ennan leik hfu Keflavkurstlkur ekki gengi vel me Fylki egar essi li hafa mst en a tti eftir a breytast kvld.

„Bara fyrst og fremst sáttur við þrjú stig, tvö mörk og halda hreinu. Það er svona það sem stendur uppúr." Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum þéttar og vorum grimmar og það var svona lítið kannski um spil, það var mikill barningur en við náðum að setja tvö mörk og það er það sem skildi á milli í dag."

Keflavíkurstelpur hafa verið í smá basli með Fylkisstelpurnar en þær til að mynda töpuðu báðum leikjunum gegn þeim þegar þær fóru upp úr Inkasso deildinni í fyrra og töpuðu þá líka fyrri leiknum á tímabilinu gegn þeim.
„Við höfum verið í miklu basli með þær og höfum ekki náð að sigra þær, töpuðum báðum leikjunum í fyrra og töpuðum fyrir þeim fyrri leiknum, töpuðum fyrir þeim í lengjubikarnum og líka bara liðin hans Kjartans, þau hafa reynst mér illa og okkur þannig að við ræddum bara ekkert um það fyrir þennan leik, við hugsuðum bara og fókuseruðum okkur og það var sætt að ná að leggja þær loksins af velli."

Keflavíkurstúlkur náðu með sigri í kvöld að lyfta sér uppfyrir rauðu línuna.
„Já þú segir nokkuð, þetta er algjör pakki og lyftum okkur kannski eitthvað aðeins upp en það er mikið og strangt leikjaprógram framundan og við tökum núna bara eins og þessi gamla góða klysja að það er næsti leikur og það er hörku leikur eins og allir leikirnir í þessari deild, þetta eru hörku lið og getur dottið liggur við bara hvoru meginn sem er í þessum leikjum þannig við höldum bara ótrauðar áfram og stefnum bara á þrjú stig og sigur í næsta leik."