ri 16.jl 2019
Tinna: a er bara fram gakk
Tinna insdttir, fyrirlii HK/Vkings
Tinna Óðinsdóttir fyrirliði HK/Víkings var hundfúl eftir 4-2 tap gegn KR í kvöld.

„Ég veit ekki hvað skal segja, ég veit hreinlega ekki hvað klikkaði. Jú, við baa hættum að spila boltanum í seinni hálfleik, ætli það sé ekki vandamálið." sagði Tinna eftir leik.

HK/Víkingur kom til baka og jafnaði leikinn 2-2, þegar u.þ.b. 20 mínútur voru eftir af leiknum. Það dugði skammt og það tók KR aðeins 4 mínútur að komast aftur yfir.

„Við spiluðum ekki okkar leik, við héldum ekki boltanum og vorum að reyna að sækja hratt og sparka honum bara fram. En við erum bestar þegar við spilum boltanum hratt, niðri og gerum hlutina einfalt." 

HK/Víkingur mætir Keflavík á föstudaginn, en þær eru með 3 stigum fleiri en HK/Víkingur.

„Við bara gerum okkar allra besta til þess að bæta upp fyrir þetta tap, það er bara þannig. Það er bara áfram gakk" sagði Tinna að lokum.