ri 16.jl 2019
runn: Gaman og stemning a spila svona blautum velli
Þórunn Helga Jónsdóttir var að vonum sátt með 4-2 sigur á HK/Víking á Meistaravöllum í kvöld. Með sigrinum lyfti KR sér úr 8. sætinu, upp í það fimmta.

„Mikil gleði. Ótrúlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessi stig, það er stutt á milli þarna rétt fyrir ofan botninn þannig að þetta er bara ótrúlega mikilvægt. Þetta er loksins að detta með okkur." sagði Þórunn eftir leik.

Völlurinn var mjög blautur í kvöld og lítið gekk í fyrrihálfleik að ná upp spili, en KR komu mjög sterkar inn í síðari hálfleikinn.

"Það er bara gaman og stemning að spila á svona blautum velli, það bara háir báðum liðum." sagði Þórunn á léttu nótunum.

„Fínt spil inn á milli og frábært að fá fjögur mörk, að koma til baka líka er mjög gott, þannig ég er bara virkilega sátt."Næsti deildarleikur KR er eftir viku gegn toppliði Vals en fyrst eiga þær leik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn Þór/KA. Það er þétt dagskrá framundan.

„Það er mjög stutt á milli leikja núna, sem er bara mjög skemmtilegt. Tökum núna þrjá heimaleiki í röð. Það er bara mjög skemmtilegt prógram." sagði Þórunn að lokum.