þri 23.júl 2019
Evrópudeildin: Tvö mörk á lokamínútunum í leik HB og Linfield
Brynjar í leik með HB á síðustu leiktíð.
Þremur leikjum er lokið í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Leikirnir eru fyrri viðureign liðanna í 2. umferð keppninnar.

Brynjar Hlöðversson, leikmaður-, og Heimir Guðjónsson, þjálfari HB, tóku á móti Linfield frá Norður Írlandi í Færeyjum í dag.

Linfield komst yfir snemma leiks með marki frá Andrew Waterworth en HB var búið að jafna fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu.

Andrew var aftur á ferðinni fyrri Linfield þegar hann kom þeim yfir í annað sinn á 88. mínútu. Paetur Petersen svaraði strax fyrir HB mínútu seinna og úrslitin 2-2 eftir fyrri leikinn. HB verður því að vinna seinni viðureign liðanna eftir rúma viku. Brynjar Hlöðversson spilaði fyrstu 85 mínútur leiksins.

Á sama tíma sigraði Dudelange frá Lúxemborg lið Skhendija í Norður Makedóníu, 1-2.

Fyrr í dag lagði Ararat-Armenia lið Lincoln frá Gibraltar, 2-0.

HB Torshavn (Færeyjar) 2 - 2 Linfield FC (Norður Írland)
0-1 Andrew Waterworth ('2 )
1-1 Adrian Justinussen ('37 , víti)
1-2 Andrew Waterworth ('88 , víti)
2-2 Paetur Petersen ('89 )

Ararat-Armenia (Armenía) 2 - 0 Lincoln (Gíbraltar)
1-0 Anton Kobyalko ('33 )
2-0 Kodjo Alphonse ('45 )

Shkendija (Norður Makedónía) 1 - 2 Dudelange (Lúxemborg)
1-0 Ibraimi ('7 , víti)
1-1 Adel Bettaieb ('64 )
1-2 Danel Sinani ('68 , víti)