ri 23.jl 2019
Hulda: Skaut bara og vonai a hann fri inn
Hulda Hrund leik me Fylki
„Þetta er bara æðisleg tilfinning eftir ömurlegt hundsvekkjandi tap á móti Selfoss í bikarnum og síðan hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í deildinni þannig þetta var bara frábær endurkoma" sagði Hulda Hrund Arnarsdóttir leikmaður Fylkis eftir að liðið sigraði Þór/KA 3-0 á heimavelli í kvöld.

Fylkir tapaði undanúrslitaleik í bikarnum á föstudaginn gegn Selfoss, 1-0 en Hulda segir að það hafi ekki verið erfitt að gíra sig upp í þennan leik eftir svekkjandi tap.

„Nei við vorum bara brjálaðar, það hjálpaði okkur mikið með að koma hingað til leiks og sýna hvað við virkilega getum og fá þessi þrjú stig."

Síðasti deildarsigur Fylkis var í maí svo þessi sigur var langþráður og sætur, en Hulda skoraði einnig mark í kvöld sem var extra sætt.

„Ég eiginlega bara tók hann kæruleysislega og skaut bara og vonaði að hann færi inn" sagði Hulda létt í bragði.

Næsti leikur Fylkis er gegn KR á sunnudaginn, en það er sannkallaður sex stiga leikur.

„Við förum bara í alla leiki til að vinna og KR er alveg sterkt lið sem eru komnar í úrslitaleik í bikar. Við ætlum bara að gera eins og í síðustu umferð og vinna þær." sagði Hulda að lokum.