ri 23.jl 2019
rds Hrnn: a a vanti leikmenn eiga bara arir a gera betur og gera etta sem li
rds Hrnn leik me r/KA
„Þetta var frekar svekkjandi. Þetta er ekki það sem við ætluðum okkur, að koma hingað beint eftir tap í bikar og tapa 3-0 á móti Fylki. Þær spiluðu mjög vel og við áttum bara ekki meira skilið úr þessum leik" sagði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikmaður Þór/KA, eftir 3-0 tap gegn botnliði Fylkis.

„Það jákvæða er að við erum að gefa ungum leikmönnum séns og leyfa þeim að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk þar sem það vantar marga leikmenn hjá okkur. Það er það jákvæða hjá okkur finnst mér, að leyfa yngri leikmönnum að koma og spila sínu fyrstu leiki og fyrstu mínútur." 


Þór/KA hefur gengið erfiðara en áður að skapa færi og nú spila þær þrjá leiki án Söndru Mayor sem hefur verið þeirra hættulegasti sóknarmaður.

„Það hefur vantar svolítið upp á hjá okkur en við eigum að geta stigið upp, allir leikmenn í liðinu að stíga upp og gera betur. Þó að það vanti leikmenn þá eiga bara aðrir að gera betur og gera þetta sem lið. Þó að það vanti stóra karaktera og leikmenn í okkar lið þá eigum við að geta gert betur en þetta, að tapa 3-0." sagði Þórdís Hrönn svekkt út í frammistöðu liðsins í kvöld.

Þór/KA tekur á móti ÍBV á laugardaginn, það leggst vel í Þórdísi.

„Þetta getur ekki farið neitt annað en upp á við, við ætlum að rífa okkur upp eftir þennan leik og koma sterkari til baka" sagði Þórdís að lokum.