ri 23.jl 2019
Steini: g er sttur me sigurinn
Blikar unnu kvld 2-1 sigur gegn sprkum Selfyssingum Pepsi-Max deild kvenna og var Steini sttur me a taka 3 stig.

"Ég er sáttur með sigurinn og heilt yfir sáttur við margt í leiknum. Óþarfi að fá á sig mark en Selfoss náttúrulega alltaf líklegar til að gera eitthvað enda með mjög gott lið og það er erfitt að spila á móti þeim. Þær láta öll lið hafa fyrir sér."

Steini var mjög ósáttur með dómgæsluna oft á tíðum í leiknum en vildi þó lítið tjá sig um það.

"Það sáu það allir að það var ýmislegt að."

Blikastelpur etja næst kappi við Keflavík á laugardaginn.

"Já það er bara enn einn leikurinn. Keflavíkurliðið er bara flott lið, mjög stígandi í allt sumar. Við þurfum að spila vel í 90 mínútur þar ef við viljum fá eitthvað úr þeim leik."