sun 11.ágú 2019
[email protected]
Brynjar Björn: Við erum ekki að elta Evrópusæti
 |
Brynjar Björn Gunnarsson. |
„Fyrsti hálftíminn hjá okkur var frábær. Við áttum frábærar sóknir og hefðum mögulega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir 4-1 sigur á KR í Pepsi Max-deildinni í dag.
Birnir Snær Ingason var frábær á vinstri kantinum en hann skoraði eitt mark upp og lagði upp annað.
„Hann kemur með gæði. Hann getur tekið menn á og er X-faktor leikmaður sem getur búið til mikið úr litlu. Það var svolítið það sem okkur vantaði." HK-ingar eru eftir sigurinn komnir upp í 3. sætið í deildinni. Er markmiðið núna sett á Evrópusæti?
„Nei, við erum ekki farnir að gera það," sagði Brynjar og hló. „Við erum búnir að koma okkur í góða stöðu og ef við höldum áfram að spila vel þá getum við haldið okkur í góðri stöðu. Við erum ekki að elta eitthvað Evrópusæti. Við reynum að spila þá leiki sem við eigum eftir vel. Þetta getur snúist í 1-2 leikjum og þá ertu kominn í fallbaráttu. Það er ekkert gefins í þessu ennþá." Hér að ofan má sjá viðtalið við Brynjar í heild sinni.
|