miğ 14.ágú 2019
Byrjunarliğ Liverpool og Chelsea: Mane og Pulisic byrja
Mane og Salah. Şeir byrja.
Christian Pulisic.
Mynd: NordicPhotos

Klukkan 19:00 hefst leikurinn um Ofurbikar Evrópu, leikur Liverpool og Chelsea í Instabúl í Tyrklandi.

Í leiknum mætast liğin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á síğasta tímabili. Şağ voru enskir úrslitaleikir í şessum keppnum á síğustu leiktíğ. Liverpool vann Tottenham 2-0 í Meistaradeildinni og Chelsea vann 4-1 sigur á Arsenal í Evrópudeildinni.

Şağ verğur áhugavert ağ sjá Chelsea í şessum leik eftir 4-0 niğurlæginguna gegn Manchester United á Old Trafford í 1. umferğ ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool vann Norwich 4-1 í opnunarleik deildarinnar.

Jurgen Klopp gerir fimm breytingar frá liği sínu sem vann Norwich. Alisson er meiddur og byrjar Adrian í hans stağ. Joel Matip kemur inn fyrir Trent Alexander-Arnold, James Milner kemur inn fyrir Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain inn fyrir Firmino og Mane inn fyrir Origi.

Naby Keita er meiddur og tekur engan şátt.

Frank Lampard byrjar meğ sömu vörn og gegn Manchester United, sem er athyglisvert. Şá byrjar N'Golo Kante, en hann var talinn tæpur vegna meiğsla. Olivier Giroud og Christian Pulisic koma inn og byrja Mason Mount og Tammy Abraham á bekknum.

Byrjunarliğ Liverpool: Adrian, Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Milner, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah.
(Varamenn: Lonergan, Kelleher, Wijnaldum, Firmino, Lallana, Shaqiri, Brewster, Origi, Hoever, Alexander-Arnold, Elliott)

Byrjunarliğ Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Christensen, Zouma, Emerson, Kante, Jorginho, Kovacic, Pedro, Giroud, Pulisic.
(Varamenn: Caballero, Rudiger, Alonso, Zappacosta, Tomori, Mount, Kennedy, Gilmour, Barkley, Batshuayi, Abraham, Willian)