fim 15.ágú 2019
Mjólkurbikarinn: Víkingur í úrslit eftir sigur gegn Blikum
Víkingar fagna eftir leik í kvöld.
Mynd: Eyţór Árnason

Víkingur R. 3 - 1 Breiđablik
0-1 Thomas Mikkelsen ('35, víti)
1-1 Óttar Magnús Karlsson ('40)
2-1 Nikolaj Hansen ('45)
3-1 Guđmundur Andri Tryggvason ('69)
Rautt spjald: Elfar Freyr Helgason ('83, Breiđablik)

Víkingur R. fer í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir góđan sigur gegn Breiđabliki í undanúrslitum í kvöld.

Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir međ marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Endursýningar sýndu ţó ađ Thomas var rangstćđur ţegar brotiđ var á honum og ţví átti spyrnan ekki ađ vera dćmd.

Ţađ gerđi ţó lítiđ til ţví fimm mínútum síđar var Óttar Magnús Karlsson búinn ađ jafna međ stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu. Stuđningsmenn Blika, sem og Gunnleifur Gunnleifsson markvörđur, voru ekki sáttir međ aukaspyrnudóminn. Gulli fékk gult spjald fyrir mótmćli.

Undir lok fyrri hálfleiks náđi Nikolaj Hansen ađ snúa knöttinn framhjá Gulla í markinu eftir góđa stungusendingu frá Júlíusi Magnússyni. Stađan ţví 2-1 fyrir Víkinga eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Hasarinn fjarađi út eftir leikhlé og gerđist lítiđ eftirtektarvert fyrr en á 69. mínútu ţegar Guđmundur Andri Tryggvason skallađi fyrirgjöf frá Davíđi Erni Atlasyni í netiđ.

Ţetta mark gerđi nánast út um leikinn en undir lokin missti Elfar Freyr Helgason stjórn á skapi sínu og fékk rautt spjald fyrir slćma tćklingu. Ţegar honum var sýnt rauđa spjaldiđ tók hann ţađ af Ţorvaldi dómara og henti í jörđina. Hćgt er ađ búast viđ leikbanni á Elfar í bikarnum.

Blikar voru ţó ekki búnir ađ gefast upp ţví undir lokin átti Andri Rafn Yeoman gott skot sem Ţórđur Ingason varđi meistaralega.

Meira var ekki skorađ og ljóst ađ Víkingur mun keppa viđ FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019!