lau 17.ágú 2019
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Hólmfríður og Gumma mæta sínu gamla félagi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nú er tæpur klukkutími í að flautað verði til leiks í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á Laugardalsvelli.

Byrjunarliðin eru dottin í hús. Bergrós Ásgeirsdóttir er óvænt mætt í byrjunarlið Selfoss en hún var haldin til Bandaríkjanna þar sem að hún stundar nám. Það er því ljóst að henni hefur verið flogið heim til þess eins að spila þennan úrslitaleik.

Hólmfríður Magnúsdóttir leiðir sóknarlínu Selfoss með Magdalenu Önnu Reimus og Barbáru Sól Gísladóttur á sitthvorum kantinum. Ally Murphy spilar sinn annan leik fyrir Selfoss í dag en hún er á miðsvæðinu með Karitas Tómasdóttir.

Hjá KR er Guðmunda Brynja í byrjunarliðinu en hún spilar hér á móti sínu gamla félagi. Betsy Don Hassett er á sínum stað en hún hefur verið einn besti leikmaður KR-liðsins í sumar.

Smelltu hér til þess að fara í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli

Byrjunarlið Selfoss:
1. Kelsey Wys (m)
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir (f)
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
15. Allison Murphy
18. Magdalena Anna Reimus
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir

Byrjunarlið KR:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
3. Ingunn Haraldsdóttir
4. Laufey Björnsdóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Lilja Dögg Valþórsdóttir
10. Betsy Doon Hassett
12. Tijana Krstic
14. Grace Maher
20. Þórunn Helga Jónsdóttir (f)
24. Gloria Douglas