lau 17.ágú 2019
Ítalía: Gervinho skaut Parma áfram í bikarnum
Parma 3 - 1 Venezia
1-0 Gervinho ('10)
2-0 S. Iacoponi ('22)
2-1 M. Aramu ('24, víti)
3-1 Gervinho ('72)

Gervinho skoraði tvennu og var maður leiksins er Parma komst áfarm í ítalska bikarnum í dag.

Parma lagði Serie B lið Venezia að velli þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í leiknum.

Gervinho og Iacoponi komu Parma í tveggja marka forystu en Aramu minnkaði muninn fyrir gestina úr vítaspyrnu.

Það var lítið um færi í tíðindalitlum leik og innsiglaði Gervinho sigur Parma í síðari hálfleik.