mán 19.ágú 2019
Coutinho til Bayern Munchen á láni (Stađfest)
Coutinho fer í treyju númer 10 hjá Bayern.
Bayern Munchen hefur fengiđ brasilíska miđjumanninn Philippe Coutinho á láni frá Barcelona.

Lánssamningurinn gildir út tímabiliđ en taliđ er ađ Bayern borgi 8,5 milljónir evra fyrir samninginn. Bayern á síđan möguleika á ađ kaupa Coutinho á 120 milljónir evra nćsta sumar eđa 109 milljónir punda.

Barcelona keypti Coutinho frá Liverpool í janúar 2018 á 142 milljonir punda.

Coutinho hefur hins vegar ekki náđ sér á strik međ Börsungum og fyrir ţetta tímabil var ljóst ađ hann ćtti ekki fast sćti í liđinu.

Hinn 27 ára gamli Coutinho gćti spilađ sinn fyrsta leik međ Bayern gegn Schalke á laugardaginn.