mn 19.g 2019
Sigurur Sigurrsson: Mr finnst a lii megi f kredit
Botnli R tapai kvld 0:1 gegn FH og fllu ar me r Inkasso-deild kvenna. Sigurur, jlfari R, var nokku sttur me leik sns lis kvld:

"Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við reiknuðum með honum. FH pressar hátt og reyndu hvað þær gátu að skora og við vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Við spiluðum töluvert betur frá markinu heldur en í síðasta leik á móti þeim."

"Mér fannst þær ekki skapa mikið svo okkar leikplan gekk upp en við lekum alltaf mörkum í hornum. Við virðumst fá á okkur allavega eitt mark úr horni í hverjum leik."

Hvað var Sigurður helst ánægður með í leiknum?

"Skipulag, baráttu og vinnusemi. Mér finnst að liðið megi fá kredit fyrir það. Til dæmis í leik sem við gerum jafntefli við Augnablik var sagt að það væri grís en mér fannst það bara móðgun við fótbolta að tala um grís í þannig leik þegar við gerum það sem við gerum til að ná jafntefli."

Nú er ljóst að ÍR er fallið niður í 2. deild og mun spila þar næsta sumar.

"Já, við höfum alveg verið raunsæ með það. Við vissum það alveg fyrir að þetta yrði ströggl og það þarf einhver að taka heiðurssætið í þessu. Við hefðum kannski viljað fá fleiri stig og stefnum á það í næstu leikjum."

Næsti leikur ÍR er gegn Fjölni sem situr í 9. sæti deildarinnar. Þar vonast liðið eftir sínum fyrsta sigri.

"Já við stefnum alltaf á að reyna að sigra en ég lofa því ekki að það gangi eftir. Fjölnir er með ágætis lið, hafa verið að ströggla líka. Það verður vonandi hörkuleikur."

Viðtalið má sjá hér að ofan í heild sinni