mn 19.g 2019
Gsti Gylfa: g er sttur mia vi hvernig leikurinn byrjai
gst r Gylfason, jlfari Breiabliks var bi svekktur og sttur me stigi gegn Val fyrr kvld, en leikurinn var heldur betur kaflaskiptur og komust Valsarar 2-0 forystu ur en Blikar kvu a taka tt essum leik.

Leiknum lauk me strskemmtilegu 3-3 jafntefli og skipta liin v stigunum milli sn, eftir leikinn sitja Blikar enn 2. sti deildarinnar og Valur situr enn 6. sti deildarinnar.

„Ég er sáttur miðað við hvernig leikurinn byrjaði eftir 20 mínútur að taka stigið og skora þrjú mörk, en þegar 90 mínútur voru búnar var ég svekktur með þetta eina stig, ég hefði viljað fá þrjú.'' Sagði Gústi strax að leik loknum.

Er Andri Yeoman að sýna sitt rétta andlit efitr að hann fer niður á miðjuna?

„Já Andri er flottur og Alexander búinn að vera frábær sem og Guðjón Pétur, Andri var reyndar á miðjunni í tíunni, en þegar Alexander fer útaf fer Andri í djúpa miðjumanninn og er flottur leikmaður.''

Brynjólfur kemur inn í liðið og skorar tvö, setur það pressu á Gústa fyrir liðsvalið?

„Hann kemur frábærlega vel inn í þetta, og stóð sig vel, sívinnandi og hlaupandi og láta finna fyrir sér, skorar tvö mörk og er maður leiksins, átti flottan leik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Gústi betur um leikinn, meiðsli Alexanders, Andra Yeoman og stöðuna á Elfari Frey Helgasyni.