mán 19.ágú 2019
Eiğur Aron: Slökknar bara á okkur
Eiğur Aron Sigurbjörnsson var bæği svekktur og sáttur eftir leik liğsins gegn Breiğablik fyrr í kvöld, en Valsarar byrjuğu leikinn hrikalega vel og komust í 2-0 eftir 20 mínútur. Eftir şağ tók Breiğablik öll völd á vellinum og voru Valsarar stálheppnir ağ fara heim meğ stig úr Kópavoginum.

Ertu sáttur með stigið?

„Ekki miðað við hvernig við byrjuðum leikinn, við náðum að komast í 2-0 og vorum með öll völd á vellinum, eftir annað markið er eins og það gerist eitthvað, slökknar bara á okkur og það er grautfúlt að fara með 2-2 stöðu inn í hálfleik.''

Hvað klikkar hjá Val eftir að hafa yfirspilað Breiðablik fyrstu 30 mínúturnar?

„Ég veit það ekki''

Má tengja þennan slæma kafla Vals við það að Sigurður Egill fari meiddur útaf?

„Já það kom einhver frétt um daginn að í öllum leikjum sem hann fer útaf missum við niður þannig hann er greinilega helvíti mikilvægur fyrir okkur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Eiður nánar út í leikinn, hvað klikkaði hjá Val, þriðja mark Breiðabliks og meiðsli Sigurðar Egils.