ţri 20.ágú 2019
Ramsey: Fylltist stolti ţegar ég skokkađi inn á völlinn
Aaron Ramsey var meiddur stóran hluta undirbúningstímabilsins en kom af bekknum og spilađi síđustu 20 mínúturnar í 0-1 sigri Juventus gegn Triestina um helgina.

Ramsey meiddist undir lok síđasta tímabils og var ţetta fyrsti leikurinn sem hann tók ţátt í síđan 18. apríl. Hann segist vera klár í sleginn og spenntur fyrir ítalska boltanum.

„Ég er mjög spenntur fyrir ítalska boltanum og hlakka ótrúlega mikiđ til ađ spila fyrsta keppnisleikinn nćsta laugardag," sagđi Ramsey.

„Ég fylltist af stolti ţegar ég skokkađi inn á völlinn klćddur í ţessa treyju. Viđ höfum veriđ ađ ćfa stýrt međ nýjum ţjálfara sem er ađ kenna okkur nýjan leikstíl."

Ólíklegt er ađ Ramsey verđi í byrjunarliđi Ítalíumeistaranna á upphafi tímabils. Hann segist sjálfur ţurfa smá tíma til ađ koma sér í gott leikform.