sun 25.ágú 2019
Þýskaland: Sara Björk og Sandra María í sigurliðum
Þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen voru í eldlínunni í þýsku kvenna Bundesligunni í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem gekk frá Duisburg, 1-6, á útivelli í dag. Sara Björk lék allan leikinn fyrir Wolfsburg.

Sandra María Jessen kom inn á sem varamaður á 61. mínútu þegar Bayer Leverkusen vann Freiburg, 1-0, á heimavelli.

Þetta voru leikir í 2. umferð deildarinnar. Wolfsburg vann í fyrstu umferð og er því með fullt hús stiga en í dag komu fyrstu stig Bayer Leverkusen.

Duisburg 1-6 Wolfsburg
0-1 Alexandra Popp ('27)
0-2 Alexandra Popp ('31)
1-2 Marie lisa Makas ('34)
1-3 Dominique janssen ('45)
1-4 Claudia Neto ('48)
1-5 Ewa Pajor ('73)
1-6 Ewa Pajor ('82)

Bayer Leverkusen 1-0 Freiburg
1-0 Lena Ueabach ('49)