sun 25.ágú 2019
England: 400 lykiltalan í sigri City á B'mouth
Bournemouth 1 - 3 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('15 )
0-2 Raheem Sterling ('43 )
1-2 Harry Wilson ('45+3 )
1-3 Sergio Aguero ('64 )

Bournemouth tók í dag á móti Englandsmeisturum Manchester City í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Klukkan 15:30 fara svo fram seinni tveir leikir dagsins. Smelltu hér til þess að sjá byrjunarliðin fyrir seinni leiki dagsins.

Sergio Aguero kom City yfir á 15. mínútu eftir misheppnaða skottilraun Kevin De Bruyne. Þetta var 399. mark Aguero á ferlinum fyrir félagslið og landslið.

Sjá einnig: De Bruyne fljótastur í sögunni að leggja upp 50 mörk.

Raheem Sterling bætti við öðru marki fyrir City á markamínútunni eftir undirbúning frá David Silva sem var fyrirliði City í 400. leik sínum fyrir félagið.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks minnkaði varamaðurinn Harry Wilson muninn fyrir Bournemouth með stórkostlegri aukaspyrnu.

Í seinni hálfleik innsiglaði svo Sergio Aguero sigurinn með öðru marki sínu og sínu 400. marki á ferlinum. 235 þeirra hafa komið fyrir City. Markið kom á 64. mínútu eftir laglega fótavinnu David Silva í teignum.

City liðið er nú með sjö stig í 2. sæti deildarinnar en Bournemouth er í 10. sætinu.