sun 25.įgś 2019
Agla Marķa: Žetta var mikill barįttuleikur
Ķ dag fór fram 15. umferš ķ Pepsi-Max deild kvenna og į Kópavogsvelli tók Breišablik į móti Stjörnunni og unnu veršskuldaš 2:0. Agla Marķa sem skoraši fyrsta mark Breišabliks var įnęgš aš leikslokum:

"Jú þetta var bara fínn leikur. Það var mjög vont veður svo þetta var alvöru baráttuleikur en ég er bara ánægð með að hafa unnið þetta."

"Mér fannst við spila mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum að komast mikið upp vængsvæðið og fengum fullt af færum svo þetta hefði getað farið stærra."

Það var afar leiðinlegt veður á leiknum í dag. Hafði það mikil áhrif á spilamennsku liðsins?

"Já kannski bara í seinni hálfleik sérstaklega þegar við spiluðum á móti vindi. Boltinn var mikið að fjúka þegar það komu langir boltar en þetta var allt í lagi."

Næsti leikur liðsins í deildinni fer fram 6. september gegn HK/Víkingi. Fyrri leikur liðanna var ansi spennandi þar sem Agla skoraði sigurmark Blika á 94 mínútu.

"Já það er ekki séns að við ætlum að endurtaka það. Við ætlum bara að vinna þann leik almennilega."

Nú er komið landsleikjahlé hjá stelpunum þar sem Ísland spilar leiki við Ungverjaland og Slóvakíu. Agla er að sjálfsögðu í hópnum og er spennt fyrir komandi verkefni.

"Jú, landsliðið kemur saman á morgun og það verður bara skemmtilegt eins og alltaf."

Viðtalið við Öglu má sjá í spilaranum hér að ofan