sun 25.ágú 2019
Þýskaland: Wolfsburg með öruggan sigur í Berlín
Hertha 0 - 3 Wolfsburg
0-1 Wout Weghorst ('9 , víti)
0-2 Josip Brekalo ('82 )
0-3 Jérôme Roussillon ('90)

Wolfsburg burstaði Hertha Berlín í seinni leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Wout Weghorst skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir níu mínútna leik og var staðan 1-0 í hálfleik.

Wolfsburg gekk svo frá leiknum á síðustu 10 mínútunum. Josip Brekalo skoraði á 82. mínútu og gerði Jérôme Roussillon þriðja markið í uppbótartíma.

Lokatölur 3-0 fyrir Wolfsburg á útivelli í Berlín. Wolfsburg er með fullt hús stiga eftir tvo leiki, Hertha með eitt stig.

Sjá einnig:
Þýskaland: Leipzig hélt út gegn Frankfurt