fs 06.sep 2019
Erna Gurn: Vinnum r Pepsi nsta ri
dag fr fram toppslagur Inkasso-deildar kvenna ar sem rttur tk mti FH. rttur byrjai leikinn mun betur og voru komnar tveimur mrkum yfir eftir 10 mntna leik og ar vi sat. rttur er v meistari Inkasso-deildinni. Erna Gurn var ekki stt eftir leik enda hefi FH geta tryggt sr sti efstu deild nsta sumar me sigri:

"Við erum bara mjög fúlar og alls ekki sáttar. Við erum búnar að byrja síðustu tvo leiki á að fá á okkur mark strax í byrjun. Lendum þá bara strax í brekku sem er mjög óþægilegt og þurfum þá að skora mörk til að jafna en ekki til þess að vinna."

"Við erum mjög fúlar en við hugsum um þetta í kvöld og svo bara æfing á morgun og þá hugum við um næsta leik."

Hvað klikkaði hjá FH í dag?

"Talningin. Í byrjun var vitlaus talning, þær ná bara að senda einn bolta inn á miðjuna og þaðan á framherjana sem eru mjög sterkir og þar lentum við bara í einum á móti einum sem er mjög óþægileg staða. En þær gerðu það bara mjög vel og kláruðu færin."

Hvernig er tilfinningin að sjá Þrótt fagna sigri í deildinni?

"Það er mjög leiðinlegt en við þurfum bara að hugsa um næsta leik og getum byggt ofan á þennan seinni hálfleik. Við áttum seinni hálfleikinn en boltinn vildi bara ekki inn. Við byggjum bara á því og hugsum jákvætt og tökum annað sætið í næsta leik."

"Svo bara þegar við mætum þeim í Pepsi á næsta ári þá tökum við þær." sagði Erna með bros á vör."

Viðtalið við Ernu má sjá í spilaranum hér að ofan