fim 19.sep 2019
Leikmannahópur Íslands - Sandra María og Rakel koma inn
Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins.
Sandra María Jessen er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rakel Hönnudóttir er í hópi Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari Íslands tilkynnti rétt í þessu leikmannahóp sinn sem mætir Frökkum og Lettlandi í byrjun næsta mánaðar.

Tvær breytingar eru á hópnum frá leikjunum við Ungverjaland og Slóvakíu í síðasta mánuði.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leikmenn Breiðabliks missa sæti sitt í hópnum. Í þeirra stað koma Rakel Hönnudóttir og Sandra María Jessen.

Liðið leikur æfingaleik við Frakka í 4. október og mætir svo Lettum fjórum dögum síðar í undankeppni EM 2021

Leikirnir:

fös 4. okt 19:00
Frakkland - Ísland
Nimes, Frakklandi

þri 8. okt 17:00
Lettland - Ísland
Liepaja, Lettlandi

Hópur Íslands er hér að neðan.

Markverðir
Sandra Sigurðardóttir | Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir

Varnarmenn:
Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik
Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden
Sif Atladóttir | Kristianstads DFF
Guðný Árnadóttir | Valur
Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard
Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur

Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorn
Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals
Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg
Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik
Rakel Hönnudóttir | Reading

Framherjar:
Hlín Eiríksdóttir | Valur
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik
Elín Metta Jensen | Valur
Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF
Fanndís Friðriksdóttir | Valur
Sandra María Jessen | Leverkusen