lau 21.sep 2019
Pepsi Max-kvenna: Valur Íslandsmeistari (Staðfest)
Til hamingju Valur!
Valur 3 - 2 Keflavík
1-0 Hallbera Guðný Gísladóttir ('11 )
2-0 Lillý Rut Hlynsdóttir ('56 )
3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('61 )
3-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('67 )
3-2 Sophie Mc Mahon Groff ('70 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Valskonur eru Íslandsmeistarar. Þær lögðu fallna Keflvíkinga að velli í lokaumferðinni í dag og tryggðu sér þar með titilinn. Þær voru með tryggja stiga forystu fyrir umferðina og nægði því sigur í dag.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Vals í níu ár, frá 2010.

Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði á 11. mínútu og kom Val yfir. Stuttu eftir að seinni hálfleikurinn hófst skoruðu Lillý Rut Hlynsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fyrir Val, staðan 3-0.

Keflavík gafst ekki upp og minnkuðu Sveindís Jane Jónsdóttir og Sophie McMahon Groff muninn fyrir Keflavík. Sem betur fer fyrir Val, þá komst Keflavík ekki lengra og Valur meistari.

Hér að neðan má sjá úrslit úr öðrum leikjum dagsins. Breiðablik endar taplaust en samt ekki sem meistari. Breiðablik vann 5-1 gegn Fylki, Selfoss vann ÍBV og Stjarnan hafði betur gegn KR.

Keflavík og HK/Víkingur falla úr þessari deild, en það var ráðið fyrir lokaumferðina.

Fylkir 1 - 5 Breiðablik
0-1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('4 )
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('8 )
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('40 )
0-4 Alexandra Jóhannsdóttir ('60 )
1-4 Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('71 )
1-5 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('72 )
Lestu nánar um leikinn

Selfoss 2 - 0 ÍBV
1-0 Selma Friðriksdóttir ('3 )
2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir ('32 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 3 - 1 KR
1-0 Shameeka Fishley ('17 )
1-1 Gloria Douglas ('26 )
2-1 Birna Jóhannsdóttir ('63 )
3-1 Shameeka Fishley ('72 )
Lestu nánar um leikinn