lau 21.sep 2019
[email protected]
Þórhallur: Þetta verður að vera spark í rassinn
„Ég er klárlega ánægður í dag, við þurftum að ná í þennan punkt og við höfum þurft að ná í þennan punkt í síðustu umferðum. Við gleðjumst í dag og við náðum markmiði okkar í dag." Sagði Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar eftir að liðið tryggði sér sæti í Inkasso deild karla á næstu leiktím eftir jafntefli við Aftureldingu.
Tímabilið hjá Þrótti hefur verið í umræðunni upp á síðkastið eftir lélegt gengi undir lok tímabilsins.
„Þó að tímabilið í heild sinni sé vonbrigði þá brosum við fram í kvöldið." „Þessi leikur þarf að vera vakning fyrir félagið.Félagið hefur verið að ganga í gegnum mótlæti síðustu ár. Þjálfaraumhvefið hérna hefur ekki verið nógu sterkt og þetta verður að vera spark í rassinn fyrir alla." Þróttarar bættu við sig í vikunni þegar Bjarnólfur Lárusson varð hluti af þjálfarateymi Þróttara.
„Stjórnin hafði ekkert um það að segja. Ég og Donni vissum það og höfum verið í fótbolta í dágóðann tíma og eftir marga tapleiki þá þarf að hrista aðeins upp í hlutunum."
|