Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir stjórna Heimavellinum
Það er pakkaður þáttur á Heimavellinum í dag. Við förum yfir sambandsslit HK/Víkings, frábæran árangur U19, næsta A-landsliðsverkefni, Evrópu-ævintýri Blika og allar heitustu fréttirnir hér heima.
Hvað verður um HK/Víkings leikmennina? Hvaða lið velur Sveindís? Hvaða þjálfarar eru á lausu? Hvað gerir U19 liðið okkar á móti svakalegu liði Spánverja? Geta Blikar strítt Formigu og félögum? Hvaða liði stillir Jón Þór upp á móti Lettum?
Þátturinn er í boði Dominos og SS Jarðvinnu og vélaleigu.
Hlustaðu hér að ofan eða í gegnum hlaðvarpsveituna þína!