þri 15.okt 2019
Modric ekki með Real Madrid í El Clasico
Luka Modric meiddist í leiknum gegn Wales
Spænska stórliðið Real Madrid verður án króatíska miðjumannsins Luka Modric næstu vikurnar en hann meiddist í 1-1 jafntefli Króatíu gegn Wales í undankeppni Evrópumótsins.

Modric, sem er 34 ára gamall, vann hin afar eftirsóttur Ballon d'Or verðlaun í byrjun ársins en hann er alger lykilmaður í liði Madrídinga.

Hann meiddist undir lok leiks gegn Wales á sunnudaginn en hann verður frá næstu vikurnar.

Modric fór í skoðun í dag hjá spænska félaginu og kom þar í ljós tognun framan á læri.

Hann verður því ekki með í stórleiknum gegn Barcelona og því mikil blóðtaka fyrir Madrídinga.