þri 22.okt 2019
U17: Orri og Danijel skoruðu í tapi gegn Króatíu
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark Íslands.
Davíð Snorri Jónasson er þjálfari U17.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland 2 - 3 Króatía (U17)
0-1 Bartol Barisic ('9)
0-2 Ivan Cubelic ('17)
1-2 Orri Steinn Óskarsson ('40)
1-3 Leonardo Petrovic ('77)
2-3 Danijel Dejan Djuric (víti '84)

Íslenska U17 landsliðið mætti Króatíu í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2020, en leikið er í Skotlandi.

Króatía komst 2-0 yfir í leiknum en Orri Steinn Óskarsson, leikmaður Gróttu, minnkaði muninn fyrir hálfleik. FH-ingurinn Logi Hrafn Róbertsson átti stoðsendinguna.

Króatíska liðið var talsvert öflugra í leiknum og komst í 3-1 í seinni hálfleiknum áður en Ísland minnkaði aftur muninn. Að þessu sinni skoraði Danijel Djuric, leikmaður Midtjylland, af vítapunktinum eftir að brotið var á Hákoni Arnari Haraldssyni.

Lengra komst Ísland ekki í leiknum. Króatískur 3-2 sigur staðreynd.

Ísland mætir Skotlandi á föstudag og Armeníu á mánudaginn.

Lið Íslands:
Lúkas Petersson (M)
Jakob Franz Pálsson
Logi Hrafn Róbertsson
('85 Emil Brekkan)
Birgir Steinn Styrmisson
Guðmundur Tyrfingsson (f)
Danijel Dejan Djuric
Hákon Arnar Haraldsson
Orri Steinn Óskarsson
(85' Óli Valur Ómarsson)
Grímur Ingi Jakobsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
(64' Ari Sigurpálsson)
Anton Logi Lúðvíksson