mið 23.okt 2019
Evrópukeppni unglingaliða: ÍA skoraði tólf - Rosaleg úrslit í Eistlandi
Skagamenn niðurlægðu heimamenn í Eistlandi.
Levadia 1 - 12 ÍA (Samtals: 1-16)
0-1 Eyþór Aron Wöhler ('1)
0-2 Eyþór Aron Wöhler ('7)
0-3 Gísli Laxdal Unnarsson ('13)
0-4 Sigurður Hrannar Þorsteinsson (víti '20)
0-5 Eyþór Aron Wöhler ('30)
0-6 Eyþór Aron Wöhler ('31)
0-7 Gísli Laxdal Unnarsson ('62)
0-8 Elís Dofri Gylfason ('63)
0-9 Gísli Laxdal Unnarsson ('65)
0-10 Aron Snær Guðjónsson ('77)
0-11 Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('85)
1-11 Herman Öunas ('86)
1-12 Brynjar Snær Pálsson ('88)

Íslandsmeistarar ÍA í 2. flokki slátruðu Levadia Tallinn í Eistlandi í dag, í seinni viðureign liðanna í Evrópukeppni unglingaliða.

ÍA vann 12-1 í dag og einvígið samtals 16-1. Skagamenn settu tóninn strax með marki á fyrstu mínútu í dag. Verulega niðurlægjandi tap fyrir heimamenn sem misstu mann af velli með rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks.

Eyþór Aron Wöhler skoraði fjögur mörk í dag og Gísli Laxdal Unnarsson skoraði þrennu. Sigur ÍA hefði getað orðið stærri en Aron Snær Ingason klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma.

Skagastrákarnir fljúga því örugglega í næstu umferð en þar mun liðið etja kappi við Derby County frá Englandi. Leik­irn­ir fara fram 6. og 27. nóv­em­ber.