lau 02.nóv 2019
Championship: Surridge skallaði Swansea á toppinn með marki í uppbótartíma
Wigan 1 - 2 Swansea
0-1 Nathan Dyer ('12 )
1-1 Kieffer Moore ('20 , víti)
1-2 Sam Surridge ('90 )

Einum leik er lokið í Championship í dag. Swansea heimsótti Wigan í hádegisleiknum.

Nathan Dyer kom gestunum yfir á 12. mínútu leiksins. Dyer fékk sendingu frá Bersant Celina og skoraði með vinstrifótar skoti úr miðjum teignum.

Á 20. mínútu braut Mike van der Hoorn af sér inn í vítateig Swansea og vítaspyrna dæmd. Kieffer Moore jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnunni.

Á annarri mínútu uppbótartíma átti Connor Roberts fyrirgjöf sem hitti á varamanninn Sam Surridge. Surridge skallaði niður í hægra hornið og boltinn hafnaði í netinu. Sigurmark leiksins komið og það kom hjá Swansea sem fór á toppinn með sigrinum.